Markmið Heilsuhags
1
Að efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt.
2
Að beita sér fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
3
Að veita þeim sem nota heilbrigðiskerfið og þeim sem veita þjónustuna fræðslu og stuðning.
4
hlúum að heilbrigðisstarfsfólki sem lendir í því að vera aðili að mistakaatvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Virðing og fagmennska

Um heilsuhag
Heilsuhagur er almannaheillafélag í heilbrigðisþjónustu
Samtökin Heilsuhagur – hagsmunasamtök í heilbrigðisþjónustu eru frjáls almannaheilla samtök og starfa eftir lögum um félög til almannaheilla nr. 110/2021. Félögin eru frjáls félaga samtök og eru óháð öðrum hagsmunasamtökum. Samtökin eru ekki rekin í gróðraskyni.
Samtökin voru stofnuð árið 2022 og eru hagsmunasamtök sjúklinga, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Markmið samtakanna er að veita stuðning, fræðslu og leiðbeiningar fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem hefur lent í mistökum í heilbrigðisþjónustu alls staðar á landinu.