Heilsuhagur - almannaheillafélag

Heilsuhagur

Samtökin Heilsuhagur – hagsmunasamtök í heilbrigðisþjónustu eru frjáls almannaheilla samtök og starfa eftir lögum um félög til almannaheilla nr. 110/2021. Félögin eru frjáls félaga samtök  og eru óháð öðrum hagsmunasamtökum. Samtökin eru ekki rekin í gróðraskyni.

Samtökin voru stofnuð árið 2022 og eru hagsmunasamtök sjúklinga, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Markmið samtakanna er að veita stuðning, fræðslu og leiðbeiningar fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem hefur lent í mistökum í heilbrigðisþjónustu alls staðar á landinu.

thistle, prickly, flower-7282249.jpg